á endalausu ferðalagi...
þriðjudagur, febrúar 15, 2005
Nú er það slæmt!!
Já núna er ég lasin með hita og allan pakkan. Ég horfi fram á að vera bara horfa á sjónvarpið næstu daga! Það versta við þetta allt er að núna er allt á kafi í snjó og ég þarf að vera inni. Það var nefnilega snjóstormur hér á laugardaginn á dönskum mælikvarða. Á þeim íslenska var þetta bara þétt snjókoma. Mér var sagt að skilgreining á snjóstormi er að þegar jörðin verði hvít í einni snjókomu þá sé stormur! Sem sé það var ofsa veður hjá okkur á laugardaginn. Það var að vísu verra á Jótlandi en hér á Fjóni!

Annars eru Steini og Mæja formlega flutt af Raskinu. Þau skiluðu íbúðinni í dag og fljúga á morgun til Íslands.

Þóra ferðalangur Þóra skrifaði.